Home / Tækniþróun / X Hugvit: Málþing um menntun til framtíðar

X Hugvit: Málþing um menntun til framtíðar

image_pdfimage_print

xhugvitÍ gær var haldið mjög áhugavert málþing í Hörpu þar sem lagt var upp með þessa spurningu:

„Hvernig getur íslenskt menntakerfi gefið börnunum okkar forskot?“

Spurningin snýst kannski ekki alfarið um tækni, en á málþinginu var lögð áhersla á hvernig tækni er notuð í námi og kennslu. Sérstaklega var horft til þess hvernig hægt er að nýta tækni til að takast á við ýmsar aðkallandi áskoranir sem horfa við okkur í dag.

Það kom kannski ekki fram svar við spurningunni sem lagt var upp með en stígið var mikilvægt skref í réttu átt með því að skapa vettvang þar sem hægt er að ræða þessa og skylda hluti. Nú er það okkar sem starfa við, eða höfum áhuga á, menntun að halda þeirri samræðu gangandi.

Sjá nánar á vef X Hugvits hér,

og

á Facebook síðu verkefnisins hér.

Skrifaðu athugasemd