Home / Um Framtíðatorg

Um Framtíðatorg

image_pdfimage_print
Nemendur að vinna í þrívíddarumhverfi með ZSpace 200.

Nemendur að vinna í þrívíddarumhverfi með ZSpace 200.

Tilgangur Framtíðatorgs er að hvetja til og styðja við umræðu meðal skólafólks á Íslandi um langtímaáhrif samfélagslegra og tæknilegra breytinga á skólaumhverfi, nám og kennslu.

Framtíðatorg byggir á aðferðum sem framtíðafræðingar nota til að vinna úr gögnum og upplýsingum sem gefa vísbendingar um mögulega tæknilega og samfélagslega þróun til lengri tíma. Markmið framtíðafræðinga er að skapa og miðla upplýsingum sem gagnast til áætlanagerðar til lengri tíma en oftast er gert, allt frá 10-15 ár og upp í árhundruð fram í tímann eftir viðfangsefni.

Framtíðafræðingar líta svo á að þegar rætt er um framtíð er ekki um eina framtíð að ræða heldur ótal mögulegar framtíðir. Upplýsingar um helstu breytingaröfl í samfélaginu hverju sinni gefa til kynna hvers má vænta í framtíðinni. Innsýn í mögulegar framtíðir nýtist öllum þeim sem koma að hvers kyns framtíðarmiðuðu starfi, svo sem stefnumótun, nám, tækniþróun og margt fleira. Lesa má meira um framtíðafræði og tengsl við menntun hér.

Hér á Framtíðatorgi Menntamiðju verður fyrst í stað lögð áhersla á að miðla upplýsingum um tækniþróun enda er hún meðal helstu breytingarafla í skólaumhverfinu um þessar mundir. Einnig verða kynntar ýmsar einfaldar aðferðir sem framtíðafræðingar nota til að vinna með framtíðamiðuð gögn, sem skólafólk getur notað til að átta sig betur á áhrifum tækniþróunar á nám og kennslu.

Skrifaðu athugasemd