Home / Menntamidja / Ný tækniþróunarspá fyrir norræna skóla

Ný tækniþróunarspá fyrir norræna skóla

image_pdfimage_print

Í dag kom út ný tækniþróunarspá fyrir skóla á Norðurlöndum. Það er New Media Consortium (NMC) sem gefur spánna út en NMC gefur reglulega út slíkar spár fyrir mismunandi skólastig og mismunandi landssvæði heims. Þetta er fyrsta spáin sem kemur út fyrir skóla á Norðurlöndum.

Í skýrslunni er fjallað um tæknibreytingar sem talið er að munu hafa veruleg áhrif á skóla næsta árið, næstu 2-3 ár og næstu 4-5 ár. Einnig er rýnt í möguleg áhrif þessara tæknibreytinga til lengri tíma og hvernig skólar geti tekist á við þær.

Í sérfræðiteyminu sem tók þátt í verkefninu eru sérfræðingar í upplýsingatækni og menntamálum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Engin Íslendingur tók þátt í verkefninu og er hvergi fjallað sérstaklega um íslenska skóla í skýrslunni. Tryggja ætti þátttöku Íslands í verkefnum sem þessum þar sem slíkt getur skapað grundvöll fyrir áframhaldandi umræðu um framtíð upplýsingatækni í skólastarfi í landinu.

Skrifaðu athugasemd