Ný skýrsla um gervigreind og menntun

Nýlega kom út skýrsla Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um áhrif og möguleika gervigreindar fyrir kennslu, nám og skólastarf – The Impact of Artificial Intelligence on Learning, Teaching, and Education: Policies for the future. Skýrslan er unnin af rannsóknarmiðstöð framkvæmdastjórnarinnar og byggist á nýlegum könnunum og framtíðamiðuðum rannsóknum á þróun tækni og náms.

Í skýrlsunni er farið yfir stöðu tækninnar í dag og hvernig hún er líkleg til að þróast í framtíðinni. Greint er frá mismunandi gerðum gervigreindar og bæði jákvæðir og neikvæðir kostir reifaðir og settir í samhengi við nám og kennslu. Að lokum eru settar fram ráðleggingar um hvernig stefnumótendur geta byrjað að undirbúa jarðveginn fyrir aukin áhrif gervigreindar á kennslu, nám og skólastarf.

Mjög gagnleg og fræðandi skýrsla fyrir þá sem vilja horfa fram á við í skólamálum.