Undanfarnar vikur hafa Ævar Kjartansson og Jón Torfi Jónasson fengið til sín góða gesti í þáttinn Samtal á RÚV til að ræða um menntun og framtíðina. Rætt er við gesti um menntun eftir 20-40 ár, þegar unga fólkið sem nú stundar nám verður tekið við stýrikeflinu í samfélaginu. Meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru m.a. Kristín Dýrfjörð, dósent við HA, Kristinn R. Þórisson, professor við HR, Elsa Eiríksdóttir, dósent við HÍ, Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, og fleiri.
Þættirnir eru aðgengilegir á vef RÚV. Tenglar þætti sem þegar hafa verið fluttir:
- þáttur – Ævar Kjartansson & Jón Torfi Jónasson. Fyrst fluttur í RÚV 2. september 2018.
- þáttur – Menntun & atvinnulíf. Rætt við Elsu Eiríksdóttur, kennara á Menntavísindasviði HÍ, Guðmund Heiðar Frímannsson, kennara við Háskólann á Akureyri og Sigurð Jóhannesson, forstöðumann Hagfræðistofnunar HÍ. Fyrst fluttur 9. september 2018.
- þáttur – Kristinn R.Þórisson, prófessor í tölvunarfræði HR. Fyrst fluttur 16. september 2018.
- þáttur – Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent á leikskólabraut Háskólans á Akureyri og í Listaháskóla Íslands. Fyrst fluttur 23. september 2018.
- þáttur – Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla. Fyrst fluttur 30. september 2018.